Bullað í Baunaveldi

My name is Bond,

James Bond.

2.6.06

Það var sérdeilis ánægjulegt að flytja heim. Eftir að ég hafði sett rúmið mitt í flutningabílinn sem átti að flytja það niður að höfn stökk ég út úr bílnum en það vildi svo illa til að ég lenti mjög illa. Það small i fætinum á hann og ég sá að neðri hluti fótarins var í einhverri stöðu sem ekki er eðlilegt. Við nánari rannsókn málsins hefur komið í ljós að hnéskelin fór úr sambandi og þá gerist þetta svona. Anyways, ég togaði í neðri hluta fótarins og þá small aftur í honum og fór hann þá aftur í eðlilegar stellingar. Sársaukinn var samt svo heiftarlegur að ég hélt ég hefði slitið krossbönd eða fótbrotið mig eða einhvern djöfullinn. Ég ætlaði varla að trúa eigin eyrum (eða dönskukunnáttu) þegar læknirinn á slysavarðstofunni sagði mér að það væri ekkert að mér. Fóturinn væri bara bólginn og að það tæki fjórar til sex vikur fyrir bólguna að fara. Það var varla að karluglan tímdi að gefa mér verkjalyf.

Daginn eftir hófst svo ferðalagið heim. Ég tók leigubíl á lestarstöðina því ég lagði ekki í strætóferð í þessu ástandi. Lestarferðin var góð, en svo þegar ég var kominn á Kastrup þurfti ég að ganga frá terminal 3 yfir í terminal 2 og það er ÞOKKALEGA langur vegur fyrir haltrandi mann. Svo þurfti ég að ganga að hliði C32 og það er önnur ÞOKKALEGA löng leið. Venjan er að íslensku flugvélarnar stoppi við A eða B hlið, þangað sem er mun styttra að ganga. En ó, nei!!! Ekki í það skiptið sem karlinn er að drepast í fætinum.

Ég held því fram að það hafi einhver öfl utan þessa heims verið að leggja mig í einelti þennan dag og séu ennþá að hlæja. En sá hlær best sem síðast hlær.

29.5.06

Smá hugdetta hjá mér. Verður þetta næsti stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur?

Annars hljóma þessar viðræður á milli Villa og Ólafs vel. Ég hafði nú fyrirfram veðjað á Björn Inga og Villa en það verður gott að hafa Margréti Sverris í sínu liði. Alltaf þótt hún frábær eftir að hún passaði mig þegar ég var lítill skrýtinn krakki.

27.5.06

Er einhver sem getur útskýrt fyrir mér hugsmíðina hamingja, skilgreint hana? Dóra Guðrún er að gera rannsókn á þessu en hennar skilgreining er full aðferðarfræðileg fyrir minn smekk. Frá því að ég man eftir mér hef ég skilgreint hamingju sem það að eiga góða fjölskyldu og starfsframa að stefna að. En það eina sem mér dettur í hug núna þegar ég hugsa um þetta er eftirfarandi texti.

I have climbed highest mountain
I have run through the fields
Only to be with you
Only to be with you
I have run
I have crawled
I have scaled these city walls
These city walls
Only to be with you
But I still haven't found what I'm looking for
But I still haven't found what I'm looking for
I have kissed honey lips
Felt the healing in her fingertips
It burned like fire
This burning desire
I have spoke with the tongue of angels
I have held the hand of a devil
It was warm in the night
I was cold as a stone
But I still haven't found what I'm looking for
But I still haven't found what I'm looking for
I believe in the kingdom come
Then all the colors will bleed into one
Bleed into one
Well yes I'm still running
You broke the bonds and you
Loosed the chains
Carried the cross
Of my shame
Of my shame
You know I believed it
But I still haven't found what I'm looking for
But I still haven't found what I'm looking for
But I still haven't found what I'm looking for
But I still haven't found what I'm looking for...
Sumir segja að þessi texti sé ákall til guðs. Ég er hinsvegar alveg úti á þekju með hann.

Einhver laug því að mér að það væri samband á milli verðs, framboðs og eftirspurnar. Þess vegna lækkaði ég verðið á íbúðinni minni í gær. Það er gersamlega ekki Kobbi Kúkur (e. Jack Shit) að gerast á markaðnum í dag.

Næsta skref verður svo að skipta um fasteignasala ef ekkert fer að gerast.

23.5.06

Nú veit ég hvað Silvia Nótt var að meina þegar hún sagðist hafa séð þá "with no masks on and they were so fucking ugly".

22.5.06

Það liggur sem sagt fyrir að Hafsteinn Þór Hauksson hefur nýlokið hdl. réttindaprófi og Partý-Þórður hefur lokið síðasta prófi í læknisfræðinni og verður því útskrifaður læknakandídat í júní.

Ég myndi nú kyssa þá til hamingju ef ég næði í skottið á þeim, en þeim til happs er ég staddur hér í Baunalandi og þeir á Klakanum og því ætla að nota þennan vettvang til þess að óska þeim til hamingju.

Finnst ykkur það vera tilviljunum háð að okkur kumpánunum skuli vera ruglað saman úti á götu. Ég meina, þessi fjallmyndarlega fígúra gæti jafnvel hafa verið búin til að minni fyrirmynd.

Fyrir utan það auðvitað, að ég myndi aldrei láta sjá mig með svona ljótan hatt.

21.5.06

Hér má finna upplýsingar um það hvaða lönd gáfu Íslendingum stig í undankeppni Eurovision síðastliðinn fimmtudag. Veit nú reyndar ekki hvaðan þessar upplýsingar koma en ég hef haft truzt in Guzt frá örævi alda og mun því ekki draga þessar upplýsingar í efa.

19.5.06

Það fer að verða pínulítið vandræðalegt að vera sjálfstæðismaður